Mál og stíll

Málsnið

Málsnið er heildaryfirbragð málsins og mótast af efni og aðstæðum. Á sama hátt og við klæðum okkur í ólík föt fyrir ólík tilefni veljum við málinu mismunandi búning eftir aðstæðum og það sem er viðeigandi í einu málsniði getur því verið óviðeigandi í öðru. Val á málsniði ræðst af ýmsum þáttum eins og miðli, markmiði, textategund, viðtakanda, aðstæðum og efni. Við veljum okkur til dæmis annað málsnið þegar við gerum grein fyrir fræðilegum niðurstöðum á ráðstefnu en þegar við spjöllum við vini okkar í heita pottinum. Lesa meira …

Orð og orðasambönd

Munurinn á ólíku málsniði kemur skýrast fram í notkun einstakra orða og orðasambanda. Þannig eiga sum orð eða orðasambönd heima í formlegu málsniði en önnur ekki. Auk þess er alltaf skýr krafa um hefðbundna eða viðurkenna málnotkun í textum sem eru á formlegu málsniði, þar á meðal ritgerðum nemenda. Lesa meira …

Setningafræði

Formlegt málsnið snýst ekki bara um einstök orð eða orðasambönd. Ýmis setningafræðileg atriði skipta líka máli, t.d. orðaröð, samræmi og fallstjórn. Hér að neðan eru sýnd ýmis dæmi um þetta. Lesa meira …

Beygingar

Íslenska hefur ríkulegt beygingakerfi sem nær yfir marga orðflokka, þ.e. nafnorð, sagnorð, lýsingarorð, fornöfn og (sum) töluorð. Í sumum tilvikum hefur málnotandinn val á milli ólíkra beygingarmynda en í formlegu málsniði á helst að velja þá beygingarmynd sem á sér lengri sögu í málinu. Þegar um er að ræða beygingarmyndir sem eru jafngamlar í málinu er hins vegar ekki hægt að telja aðra myndina æskilegri en hina. Lesa meira …

Lifandi mál

Fræðilegir textir þurfa ekki aðeins að vera skýrir og skipulegir. Það er líka mikilvægt að þeir séu skrifaðir á máli sem heldur lesandanum vakandi við lesturinn. Krafan um hlutlægan og ópersónulegan stíl hlýtur þó alltaf að setja höfundinum ákveðnar skorður í þessu efni. Lesa meira…

Stutt og laggott

Fræðilegir textar eiga að vera skýrir og hnitmiðaðir. Þar eiga því helst ekki að vera fleiri orð en nauðsynlegt er. Oft er gott að stytta fræðilegan texta þannig að hann verði skýrari og hnitmiðaðri. Lesa meira…

Málfarsmolar

Hér er stiklað á ýmsum algengum ambögum í máli og stíl í ritgerðum nemenda. Lesa meira…