Heimildir og hjálpargögn

Prentaðar heimildir

Í umfjöllun um mál og stíl var stuðst við eftirfarandi prentaðar heimildir:

Ari Páll Kristinsson. (1998). Handbók um málfar í talmiðlum. Reykjavík: Málvísindastofnun Háskóla Íslands.

Árni Böðvarsson. (1992). Íslenskt málfar. (Íslensk þjóðfræði). Reykjavík: Almenna bókafélagið.

Jóhannes B. Sigtryggsson (ritstj.). (2011). Handbók um íslensku. Reykjavík: JPV.

Netheimildir

Gagnasöfnum á netinu fjölgar stöðugt og mörg þeirra eru afar mikilvæg fyrir alla þá sem eru að skrifa fræðilegar ritgerðir. Hér er sagt frá nokkrum slíkum söfnum og lögð áhersla á þau sem eru í opnum aðgangi.

Málið.is
Leitarvél sem skilar niðurstöðum úr nokkrum rafrænum gagnasöfnum:

  • Íslensk nútímamálsorðabók
  • Stafsetningarorðabókin
  • Beygingarlýsing íslensks nútímamáls (BÍN)
  • Málfarsbankinn (ýmsar leiðbeiningar um vandað ritmál)
  • Íðorðabankinn (safn ýmissa sérfræðiorða)
  • Íslensk orðsifjabók (veitir upplýsingar um uppruna orða)
  • Íslenskt orðanet (sjá nánar hér að neðan)

Íslenskt orðanet
Sýnir notkun orða í samhengi, viðurkennda notkun orðasambanda, skyldheiti og samheiti, merkingarvensl og fleira. Nýtist vel öllum þeim sem eru að semja texta og eru að leita að rétta orðalaginu.

Íslenskar ritreglur og reglur um greinamerkjasetningu
Allt um stafsetningu, stóran staf og lítinn, eitt orð eða tvö, eitt n eða tvö og svo framvegis. Einnig eru hér reglur um greinarmerki, þ.e. kommu, punkt, tvípunkt, gæsalappir og þess háttar.

ISLEX
Íslensk – sænsk/norsk/dönsk/færeysk/finnsk orðabók

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins
Hér má finna ýmis sérfræðiorð, ekki síst þau sem tengjast stjórnsýslu, löggjöf, Evrópusamvinnu o.s.frv.

Ríkjaheiti 
Listi yfir heiti ríkja og íbúa þeirra með leiðbeiningum um íslenska stafsetningu þeirra.

Skrambi
Gefur möguleika á að líma inn texta og athuga stafsetningar- og innsláttarvillur. Skrambi leiðréttir þó ekki málvillur eða villur sem eru háðar samhengi.