Ritunarferli: Frá hugmynd til prentunar

Hugmyndir og mótun efnis

Það er oft erfitt að velja efni í ritgerð því ekki er alltaf gott að átta sig á því hvað er viðráðanlegt viðfangsefni. Í lokaritgerð er líka mjög mikilvægt að nemandi hafi lifandi áhuga á efninu því það eykur líkurnar á því að hann ljúki ritgerðinni á tilsettum tíma. Lesa meira…

Afmörkun efnis

Eitt algengasta vandamál í fræðilegum skrifum á háskólastigi er að nemendur hafa oft mjög óljósar hugmyndir um efnið og þeim hættir því til að skilgreina það alltof vítt. Mikilvægt er að að afmarka viðfangsefnið vel í upphafi og þá helst með einni eða fleiri rannsóknarspurningum. Þegar á hólminn er komið getur þó reynst nauðsynlegt að þrengja efnið enn frekar. Öll þessi skref eiga að spara tíma og koma í veg fyrir að efni sé safnað í ritgerð án þess að tilgangurinn sé ljós. Of vítt efni leiðir einnig af sér ómarkvissa og yfirborðskennda umfjöllun. Lesa meira…

Drög og beinagrind

Þegar efni hefur verið afmarkað er kominn grundvöllur að ramma eða beinagrind. Þar eru lögð drög að kaflaskiptum. Beinagrind þarf hvorki að vera flókin né ýtarleg heldur má setja hana upp sem eins konar efnisyfirlit. Gott er að hafa í huga lengd ritgerðarinnar og reyna að áætla hve margar blaðsíður hver kafli á að vera. Lesa meira…

Ritstífla

Flestir hafa lent í því að setjast fyrir faman tölvuskjá og stara á hann lengi án þess að nokkuð gerist. Hugmyndirnar fljóta í höfðinu en illa gengur að koma þeim í orð eða skipuleggja skrifin. Ástæður ritstíflu geta verið misjafnar og ráð gegn ritstíflu fara nokkuð eftir ástæðunni. Oft getur lausnin einfaldlega verið fólgin í því að spjalla við kennara/leiðbeinanda eða ráðgjafa ritveranna. Lesa meira…

Yfirlestur og frágangur

Frágangur er það fyrsta sem lesendur taka eftir þegar ritgerð er opnuð. Bókaforlög og útgefendur gera strangar kröfur um það hvernig höfundar skuli ganga frá textum til útgáfu og það sama gildir um fræðilegar ritgerðir og verkefni við háskóla. Ef frágangurinn er lélegur og ekki í samræmi við kröfur taka lesendur eftir því undir eins. Lesa meira …