Uppbygging og skrif

Uppbygging ritgerðar

Ákveðin viðmið gilda um uppbyggingu ritgerða, hvort sem þær eru langar eða stuttar. Fræðilegar ritgerðir skiptast alla jafna í inngang, meginmál og lokaorð. Inngangur og lokaorð eru þó yfirleitt aðeins lítill hluti ritgerðarinnar. Lesa meira …

Kaflaskipting

Ritgerðum sem eru 3000 orð eða meira (6-7 bls.) þarf að skipta niður í kafla til að helstu efnisþættir ritgerðarinnar komi skýrt fram. Lengd ritgerðarinnar ræður þó nokkru um lengd kaflanna og í löngum ritgerðum er yfirleitt þörf á undirköflum. Lesa meira …

Bygging meginmáls

Lokaritgerðir hafa yfirleitt þrjá aðalkafla. Sá fyrsti er eins konar fræðileg undirstaða sem er nauðsynleg til þess að skýra rannsóknarefnið sjálft. Greint er frá fræðilegum kenningum um efnið og fyrri rannsóknum á því. Ef við á þarf einnig að útskýra þá aðferðafræði sem beitt er í rannsókninni og færa rök fyrir henni. Lesa meira …

Tengingar milli kafla

Mikilvægt er að kaflar í ritgerðum séu hæfilegar langir og samhengi milli þeirra sé skýrt. Góð kaflaskipting gerir alla framsetningu skýrari og þar með verður ritgerðin læsilegri. Mjög langir kaflar geta leitt til þess að lesandinn týni þræðinum. Lesa meira …

Efnisgreinar og málsgreinar

Rétt eins og ritgerð skiptist niður í kafla og undirkafla, skiptist hver kafli/undirkafli ritgerðar niður í málsgreinar og efnisgreinar. Málsgrein hefst á stórum staf og endar á punkti, upphrópunarmerki eða spurningamerki.  Lesa meira …