Heimildir

Fagleg heimildavinna er nauðsynleg í öllum fræðiskrifum. Bæði þarf að velja viðeigandi heimildir og vinna vel úr þeim. Þá er nauðsynlegt að vísa rækilega til heimilda og ganga frá tilvitnunum og heimildaskrám eftir ákveðnum stöðlum, t.d. APA-kerfi, Chicago-staðli, Oxford-staðli o.s.frv.

Leit og val á heimildum

Fyrsta skref í vali á heimildum er leit og því er nauðsynlegt að kunna á helstu leitarvélar og vita hvar á að leita. Mikilvægt er að þekkja eðli heimilda og vita hvað er í boði. Brýnt er að velja eins traustar og áreiðanlegar heimildir og kostur er og taka frumheimildir fram yfir eftirheimildir. Lesa meira …

Heimildamat

Eftir leit og val á heimildum er brýnt að meta þær til þess að ákveða hvort þær muni henta rannsókninni. Í fræðilegum ritgerðum og verkefnum þarf að ganga úr skugga um að heimildirnar uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til fræðitexta. Lesa meira …

Heimildir og skrif

Í ritgerðum sem byggjast mikið á heimildum getur reynst erfitt að flétta eigin umræðu saman við beinar og óbeinar tilvitnanir. Nokkrar leiðir að þessu marki er gott að þekkja og nýta eftir föngum. Lesa meira … 

Heimildaskráning

Þær heimildir sem er vísað til í fræðilegri ritgerð þarf að setja í heimildaskrá. Í heimildaskrá eiga hins vegar ekki að vera neinar aðrar heimildir en þær sem vísað er til í textanum. Lesa meira …