Beygingar

Íslenska hefur ríkulegt beygingakerfi sem nær yfir marga orðflokka, þ.e. nafnorð, sagnorð, lýsingarorð, fornöfn og (sum) töluorð. Í sumum tilvikum hefur málnotandinn val á milli ólíkra beygingarmynda en í formlegu málsniði á helst að velja þá beygingarmynd sem á sér lengri sögu í málinu. Hins vegar er ekki hægt að gera upp á milli beygingarmynda sem  eru jafngamlar í málinu.

Nafnorðabeyging

Í formlegu málsniði eru nafnorð beygð á hefðbundinn hátt. Nokkur dæmi um þetta eru sýnd hér að neðan:

mæta til skólasetningar (ekki skólasetningu)
vegna lagningar Sundabrautar (ekki lagningu)
hundruð manna (ekki hundruðir)
Ég nota alltaf þennan kíki. (ekki kíkir)
Hann þekkir bróður minn og systur. (ekki bróðir og systir)
Þessi kýr mjólkar vel. (ekki)
Þú átt að nota hægri höndina. (ekki hendina)

Sagnbeyging

Sagnir á líka að beygja á hefðbundinn hátt í formlegu málsniði. Nokkur dæmi um vandbeygðar sagnir má sjá hér:

Ég vil endilega fara. (ekki vill)
Þetta dugir alveg. (ekki dugar)
Hann ann engum sannmælis. (ekki unir)
Hún réð því sem hún vildi. (ekki réði)
Sigga ólst upp í sveit. (ekki aldist)
Þetta hefði getað valdið slysi. (ekki ollið)
Árásinni var hrundið. (ekki hrint)
Flokkurinn getur höggvið á hnútinn. (ekki hoggið)

Jafngildar tvímyndir

Ýmis dæmi eru um að tvær ólíkar beygingarmyndir gegni sama hlutverki og eigi báðar jafnmikinn rétt á sér í formlegu málsniði.  Til dæmis er ekki hægt að gera upp á milli eftirfarandi beygingarmynda á grundvelli málhefðar:

Þágufall eintölu karlkyn: biskupibiskup, dúki – dúk, geimi – geim, lauki – lauk, stóli – stól, tóni – tón, þjófi – þjóf

Eignarfall eintölu karlkyn: Haralds – Haraldar, Höskulds – Höskuldar, Þorvalds – Þorvaldar, Þorvarðs – Þorvarðar

Nefnifall fleirtölu kvenkyn: lestirlestar, stangirstengur

Nefnifall fleirtölu karlkyn: Japanir – Japanar